Pale moon er reykvískur dúett, skipaður þeim Árna og Natöshu. Þetta Íslensk/rússneska sækadelíska samstarf hefur fundið sinn farveg í ávanabindandi melódíum í ný-sækadelískum búning sem gæti þó hljómað allt eins og væri endurómur frá áttunda áratug síðustu aldar.

Árni er fæddur og uppalinn í Garðabæ. Hann stofnaði sitt fyrsta band, ásamt yngri bróður sínum, vel fyrir fermingu. Á listaháskólaárunum spilaði hann og samdi lög með Prog-balkanbandinu Orphic Oxtra. Um svipað leiti bauð Ragnar Þórhallsson, Árna af taka þátt í bandi sem hann var þá nýbúinn að stofna ásamt tveimur vinum sínum af Suðurnesjunum - Of Monsters and Men. Eftir tveggja ára meik-ævintýri með þeirri sveit skipti Árni enn um stefnu og stofnaði One Week Wonder. Þeir tóku upp eina plötu, sem hljóðrituð var í Berlín. Einnig unnu þeir til verðlauna fyrir besta tónlistarmyndbandið á Íslensku-tónlistarverðlaununum 2016 og komu frá á SXSW hátíðinni 2017.

Natalia Sushchenko, oftast kölluð Nata eða Natasha, er fædd og uppalin í köldu og vægðarlausu landslaginu í Síberíu en ákvað svo að yfirgefa heimalandið kalda og flytjast til Barselóna til að stúdera fatahönnun. Leiðir þeirra lágu svo saman í partíi þegar Árni fór í páskareisu til Katalónsku menningarborgarinnar. Þau fundu að þau voru á sömu tónlistarbylgjulengd og ekki leið á löngu þar til Árni stakk uppá því að þau myndu hljóðrita eitthvað af lögunum hennar sem hún átti bæði sem ,,Voice memo" í símanum og krotuð í litla stílabók.

Það var þó ekki fyrr en í mánaðarlangri heimsókn til Mexíkó sem að tvíeykið fór að móta sín fyrstu lög af einhverri alvöru og tími var kominn til að bretta upp ermar og hljóðrita herlegheitin.

Innblásin af Rolling Stones plötunni ,,Exile on Main St.", fengu þau lánaðan gamlan sveitabæ á suðurlandi og settu þar upp hljóðver. Þarna gátu þau fundið frið frá ys og þys hversdagslífsins í borginni og gefið tónlistinni þann tíma sem hún átti skilið. Segir Árni um þessa sjálfskipuðu útlegð. Í kyrrðinni spruttu lagahugmyndirnar óðflug fram og smáskífan fór að mótast. Fyrsta lagið sem hljóðritað var í útlegðinni var einmitt lagið "Exile", sem undirstrikar á viðeigandi hátt hina einmanalegu upplifun að vinna algerlega einn að einhverju.

Afrakstur samstarfsins, EP Platan Dust of Days kemur svo út 15. apríl. 2019. Hljómsveitin hefur stígið á svið bæði hér heima og erlendis, en á síðasta ári fór þau ásamt öðrum íslenskum böndum og spiluðu í Mexíkó fyrir góðhjartaða heimamenn. Þó svo að lög Pale Moon hafi vissulega sitt eigið skýra einkenni, þá er heildarhljómurinn samt sem áður hlýlegur og kunnulegur. Þau eru síður en svo feimin við samhljóm og safarík stef. Parið skiptist á að syngja lögin, og Árni spilar á öll hljóðfæri í öllum lögum, að undanskildum rafgítarnum í Everything is alright sem var spilaður inn af Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni (Berndsen, Ójba Rasta).

Á milli upptaka og æfinga reka Árni og Nata saman tísku og lífstíls verslunina Kvartýra 49 á Laugavegi, Reykjavík. í nafni búðarinnar birtir hann mánaðarlegt hlaðvarp þar sem fjallað er um nýútkomna íslenska tónlist, og svo býður hann viðmælendum sínum í heimsókn og fær þau til að leika fyrir dansi á milli fataslánna. Hlaðvarpið kallast Gulu Bogagöngin eða má finna á Itunes, Podcast appinu og soundcloud.

PALE MOON - DUST OF DAYS EP Rafrænn frétta pakki (RFP)

Final_artwork.jpg
doubtfulsounds.png
location-icon-png-21.png

FEATURES

"‘Exile’ is the new single from Icelandic/Russian psychedelic group Pale Moon and it finds them weaving some damn fine guitar melodies through a pop hook landscape and chiming indie rock chords. The  catchy and beguiling track comes from their forthcoming new EP Dust Of Days."

—  Doubtful Sounds

Sydney, Australia